Dagsetning síðustu endurskoðunar: 26. september 2014
LEYFISSAMNINGUR NOTANDA FYRIR SWYPE MEÐ DRAGON DICTATION
ÞETTA ER LAGALEGUR SAMNINGUR MILLI ÞÍN (EINSTAKLINGSINS EÐA AÐILANS SEM NOTAR FORRITIN SWYPE OG/EÐA DRAGON DICTATION) OG NUANCE COMMUNICATIONS, INC. ("NUANCE"). LESTU VANDLEGA EFTIRFARANDI SKILMÁLA.
ÞÚ ÞARFT AÐ SAMÞYKKJA SKILMÁLA ÞESSA LEYFISSAMNINGS NOTANDA ("SAMNINGURINN") TIL ÞESS AÐ GETA SETT UPP OG NOTAÐ SWYPE-HUGBÚNAÐINN OG/EÐA DRAGON DICTATION-ÞJÓNUSTUNA. MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á HNAPPINN "SAMÞYKKJA" SAMÞYKKIRÐU SKILMÁLA ÞESSA SAMNINGS. EF ÞÚ SAMÞYKKIR EKKI ÞESSA SKILMÁLA MÁTTU EKKI NOTA SWYPE-HUGBÚNAÐINN EÐA DRAGON DICTATION-ÞJÓNUSTUNA Á NOKKURN HÁTT.
Swype-hugbúnaðurinn og Dragon Dictation-þjónustan samanstanda af tilteknum biðlarahugbúnaði/þjónshugbúnaði sem gerir notendum tækja kleift að stjórna vissum aðgerðum tækjanna með textainnslætti og raddskipunum, þar á meðal, en þó ekki eingöngu, til að búa til textaskeyti og tölvupóstskeyti. Eftirfarandi skilmálar heimila þér að sækja, setja upp og nota Swype-hugbúnaðinn, þ.m.t. allan þann viðbótarhugbúnað Swype sem Nuance og söluaðilar þess kunna að gera aðgengilegan þér ("hugbúnaðurinn"), sem býður upp á textainnslátt og gefur notendum aðgang að þjónshugbúnaði Dragon Dictation, sem uppsettur er á starfsstöð Nuance ("þjónustan"), auk meðfylgjandi fylgigagna frá Nuance til að nota hugbúnaðinn og fá aðgang að þjónustunni.
1. LEYFISVEITING. Nuance og söluaðilar þess veita þér ("leyfishafi") einstaklingsbundið, almennt, óframseljanlegt, afturkræft, takmarkað leyfi, án heimildar til undirleyfa, eingöngu á viðfangskóðaformi, til uppsetningar og notkunar á hugbúnaðinum á einu tæki, og til aðgangs að þjónustunni í gegnum hugbúnaðinn á því tæki, aðeins í þeim löndum og á þeim tungumálum hugbúnaðarins og þjónustunnar sem fást hjá Nuance og söluaðilum þess. "Tæki" er viðurkenndur Android-farsími eða -spjaldtölva, eins og lýst er á vefsvæði Nuance á http://www.nuancemobilelife.com, sem Nuance kann að uppfæra öðru hverju. Enn fremur viðurkennir þú og samþykkir að Nuance kann að bjóða viðbótarefni til niðurhals fyrir hugbúnaðinn, þar á meðal, en takmarkast ekki við tungumál, lyklaborð eða orðabækur, og að þú mátt aðeins nota slíkt viðbótarefni til niðurhals fyrir hugbúnaðinn með þeim hugbúnaði sem fellur undir þennan samning, og að notkun þín á slíku viðbótarefni til niðurhals fyrir hugbúnaðinn er háð skilmálum þessa samnings. Þú berð ábyrgð á öllum gjöldum sem þú stofnar til og þriðji aðili (t.d. Google, Amazon, Apple) krefur þig um, sem kunna að breytast öðru hverju, í tengslum við niðurhal og notkun þína á hugbúnaðinum og þjónustunni. Nuance ber engin skylda til að endurgreiða nokkrar greiðslur til slíks þriðja aðila vegna notkunar þinnar á hugbúnaðinum eða þjónustunni í samræmi við þennan samning. Enn fremur viðurkennir þú og samþykkir að hugbúnaðurinn og þjónustan mun nota þráðlausa netið þitt til að senda og taka á móti gögnum, og að farsímafyrirtækið þitt og aðrir þriðju aðilar kunna að krefja þig um greiðslu sendigjalds, gagnagjalds og notkunargjalds vegna hugbúnaðarins og þjónustunnar.
2. SKYLDUR LEYFISHAFA.
2.1. TAKMARKANIR. Þér er ekki heimilt (nema lög leyfi): (a) að senda nokkrar sjálfvirkar eða skráðar fyrirspurnir með hugbúnaðinum eða í þjónustuna, nema Nuance hafi gefið skriflegt leyfi um annað, (b) að nota hugbúnaðinn og þjónustuna í öðrum tilgangi en til einkanota, (c) að nota þjónustuna með öðrum hugbúnaði eða aðferðum en hugbúnaðinum sem hér um ræðir, (d) að afrita, endurgera, dreifa eða á nokkurn hátt gera eftirrit af hugbúnaðinum, að hluta eða í heild sinni, (e) að selja, leigja, veita leyfi eða undirleyfi fyrir, dreifa, framselja, flytja eða með öðrum hætti veita nokkurn rétt á hugbúnaðinum eða þjónustunni, að hluta eða í heild sinni, (f) að breyta, laga að öðru kerfi, þýða eða búa til afleitt efni frá hugbúnaðinum eða þjónustunni, (g) að bakþýða, taka í sundur, vendismíða eða reyna á nokkurn annan hátt að afleiða, enduruppbyggja, auðkenna eða finna nokkurn upprunakóða hugbúnaðarins eða þjónustunnar, algóritma eða hugmyndirnar á bak við hugbúnaðinn eða þjónustuna, (h) að afmá hvers kyns tilkynningar um eignarhald, merkimiða og merkingar af hugbúnaðinum eða (i) að nota hugbúnaðinn eða þjónustuna til samanburðar eða viðmiðunar við vörur eða þjónustu frá þriðju aðilum.
3. EINKALEYFISRÉTTUR.
3.1. HUGBÚNAÐUR OG ÞJÓNUSTA. Allur réttur, titlar og eignarhlutir sem tilheyra hugbúnaðinum og þjónustunni, þar með talið en ekki takmarkað við einkaleyfi, höfundarrétt, markaðsleyndarmál, vörumerki eða annars konar eignarréttindi hugverka sem honum tengjast eða vottorð um slík réttindi, eru eign Nuance og leyfisveitenda þess og skulu teljast áfram í eigu Nuance og/eða leyfisveitenda þess eingöngu. Óheimil afritun á hugbúnaðinum eða þjónustunni eða brot á framangreindum takmörkunum leiðir til sjálfkrafa uppsagnar á þessum samningi og öllum leyfum sem undir hann falla, og gefur Nuance rétt á að leita lagalegs og sanngjarns réttar síns vegna brota á þeim.
3.2. HUGBÚNAÐUR FRÁ ÞRIÐJU AÐILUM. Hugbúnaðurinn getur innihaldið hugbúnað frá þriðja aðila sem krefst frekari tilkynninga og/eða viðbótarskilmála. Þessar tilkynningar og/eða viðbótarskilmála þriðja aðila má finna á: http://swype.com/attributions og eru felldar inn í þennan samning með tilvísun og gerðar að hluta hans. Með því að samþykkja þennan samning samþykkirðu einnig viðbótarskilmála hans, ef einhverjir eru, eins og hér er tilgreint.
3.3. RADDGÖGN OG LEYFISGÖGN.
(a) RADDGÖGN. Sem hluti af þjónustunni safnar Nuance og notar raddgögn (skilgreind hér á eftir) til að fínstilla, þróa og bæta raddgreiningu og aðra íhluti þjónustunnar og aðra þjónustu og vörur frá Nuance. Með því að samþykkja skilmála þessa samnings viðurkennir þú, staðfestir og samþykkir að Nuance megi safna raddgögnum sem hluta af þjónustunni og að slíkar upplýsingar megi aðeins vera notaðar af Nuance eða þriðju aðilum undir stjórn Nuance, að undangengnum trúnaðarsamningum, til að þróa og bæta raddgreiningu og aðra íhluti þjónustunnar og annarrar þjónustu og vara frá Nuance. Nuance mun ekki nota upplýsingar neinna raddgagna í öðrum tilgangi en þeim sem settur er fram hér að framan. "Raddgögn" merkja hljóðskrár og uppskriftir þeirra, auk annálaskráa, sem þú veitir eins og hér kveður á um eða sem til verða í tengslum við þjónustuna. Öll raddgögn sem þú veitir eru trúnaðarmál og Nuance getur aðeins veitt aðgang að þeim, sé þess krafist, til að uppfylla reglur og skilyrði laga, svo sem samkvæmt dómsúrskurði eða að kröfu opinberra stofnana lögum samkvæmt. Einnig ef kemur til sölu, yfirtöku eða samruna Nuance við annan aðila.
(b) LEYFISGÖGN. Sem hluti af hugbúnaðinum og þjónustunni safna og nota Nuance og söluaðilar þess leyfisgögn, eins og skilgreint er hér fyrir neðan. Þú viðurkennir, staðfestir og samþykkir að Nuance má safna leyfisgögnum sem hluta af því að veita hugbúnaðinn og þjónustuna. Leyfisgögn eru notuð til að hjálpa Nuance eða þriðju aðilum sem starfa undir stjórn Nuance, að undangengnum trúnaðarsamningum, að þróa, smíða og bæta vörur sínar og þjónustu. Leyfisgögn teljast til ópersónulegra upplýsinga þar sem form leyfisgagna heimilar ekki beina tengingu við ákveðna einstaklinga. "Leyfisgögn" standa fyrir upplýsingar um hugbúnaðinn og tækið þitt, svo sem vörumerki tækis, tegundarnúmer, skjá, auðkenni tækis, IP-tölu og aðrar slíkar upplýsingar.
(c) Þú skilur að í gegnum notkun þína á hugbúnaðinum og þjónustunni samþykkir þú söfnun og notkun þá sem hér um getur á raddgögnum og leyfisgögnum, þar með talinn flutning á hvoru tveggja til Bandaríkjanna og/eða annarra landa til vistunar, úrvinnslu og notkunar Nuance og þriðju aðila í samstarfi við Nuance.
(d) Raddgögn og leyfisgögn falla undir gildandi persónuverndarstefnu Nuance. Sjá frekari upplýsingar í persónuverndarstefnu Nuance á: http://www.nuance.com/company/company-overview/company-policies/privacy-policies/index.htm.
4. STUÐNINGUR. Til þess að einfalda ferlið við mat og prófun á hugbúnaðinum og þjónustunni getur leyfishafi kynnt sér algengar spurningar Nuance á http://www.nuancemobilelife.com. Ef þörf er á frekari stuðningi getur leyfishafi óskað eftir slíkri aðstoð í gegnum fyrrgreint vefsvæði og Nuance getur, með fyrirvara um tiltækt starfsfólk, veitt leyfishafa viðeigandi stuðningsþjónustu í gegnum fax, tölvupóst eða með öðrum leiðum, vegna galla og/eða hvað varðar útskýringar á aðgerðum og eiginleikum hugbúnaðarins og þjónustunnar. Þjónustudeild Nuance svarar spurningum þínum innan tveggja virkra daga (ekki um helgar eða á lögboðnum frídögum/frídögum fyrirtækisins).
5. FYRIRVARAR ÁBYRGÐARINNAR. ÞÚ VIÐURKENNIR OG SAMÞYKKIR AÐ NUANCE, LEYFISVEITENDUR OG SÖLUAÐILAR ÞESS VEITA ÞÉR HUGBÚNAÐINN OG ÞJÓNUSTUNA EINGÖNGU TIL ÞESS AÐ ÞÚ GETIR NOTAÐ HUGBÚNAÐINN OG ÞJÓNUSTUNA. ÞAR AF LEIÐANDI SAMÞYKKIR ÞÚ AÐ GERA ALLAR NAUÐSYNLEGAR VARÚÐAR- OG ÖRYGGISRÁÐSTAFANIR TIL AÐ VERJA GÖGN ÞÍN OG KERFI FYRIR TAPI OG SKEMMDUM. NUANCE, LEYFISVEITENDUR ÞESS OG SÖLUAÐILAR VEITA HUGBÚNAÐINN OG ÞJÓNUSTUNA "EINS OG HÚN KEMUR FYRIR", MEÐ ÖLLUM GÖLLUM OG ÁN NOKKURRAR ÁBYRGÐAR. AÐ ÞVÍ MARKI SEM FREKAST ER LEYFILEGT SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM UNDANSKILJA NUANCE, LEYFISVEITENDUR ÞESS OG SÖLUAÐILAR SIG HVERS KONAR BEINNI EÐA ÓBEINNI ÁBYRGÐ, ÞAR Á MEÐAL ÁBYRGÐUM ER VARÐA SÖLUHÆFI, NOTAGILDI Í TILTEKNUM TILGANGI OG HELGI EIGNARRÉTTAR.
6. TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ. AÐ ÞVÍ MARKI SEM FREKAST ER LEYFILEGT SAMKVÆMT GILDANDI LÖGUM SKULU NUANCE, STJÓRNARMENN ÞESS, STJÓRNENDUR OG STARFSFÓLK, SÖLUAÐILAR ÞESS OG LEYFISVEITENDUR EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM BERA SKAÐABÓTAÁBYRGÐ Á NOKKRU BEINU, ÓBEINU, SÉRSTÖKU, TILFALLANDI, AFLEIDDU EÐA REFSIVERÐU TJÓNI, Þ.M.T. EN EKKI EINGÖNGU TJÓNI VEGNA VIÐSKIPTATAPS, GAGNATAPS, TAPS Á NOTKUN EÐA VINNUSTÖÐVUNAR, EÐA TRYGGINGAKOSTNAÐAR SEM TIL VERÐUR VEGNA NOTKUNAR Á HUGBÚNAÐINUM EÐA ÞJÓNUSTUNNI, HVERNIG SEM TIL TJÓNSINS ER STOFNAÐ, ÓHÁÐ BÓTAÁBYRGÐ, JAFNVEL AÐ FENGINNI RÁÐGJÖF EÐA ÞÓTT ÞEIM HEFÐI ÁTT AÐ VERA KUNNUGT FYRIR FRAM UM MÖGULEIKANN Á SLÍKU TJÓNI.
7. GILDISTÍMI OG UPPSÖGN. Samningurinn hefst með samþykki þínu á skilmálum hans og lýkur með uppsögn hans. Nuance getur sagt upp þessum samningi og/eða leyfum sem veitt eru samkvæmt honum hvenær sem er að eigin ákvörðun, með eða án uppgefinnar ástæðu, með því að tilkynna þér um að þjónustan sé útrunnin eða hafi verið sagt upp. Brjótir þú gegn einhverjum skilmálum samningsins leiðir það sjálfkrafa til uppsagnar hans. Við uppsögn skaltu tafarlaust hætta að nota hugbúnaðinn og eyða öllum afritum af honum.
8. EFTIRLIT MEÐ ÚTFLUTNINGI. Þú lýsir því yfir og ábyrgist að (i) þú sért ekki staðsett(ur) í landi sem Bandaríkjastjórn hefur sett viðskiptabann á eða tilgreint sem land sem "styður hryðjuverkastarfsemi" og (ii) að þú sért ekki á neinum skrám Bandaríkjastjórnar yfir bannaða aðila.
9. VÖRUMERKI. Vörumerki og vöru- og viðskiptaheiti þriðju aðila ("vörumerkin") sem eru í eða notuð af hugbúnaðinum eða þjónustunni eru vörumerki eða skráð vörumerki eigenda þeirra og notkun þeirra skal koma eiganda vörumerkisins til góða. Notkun slíkra vörumerkja er ætlað að sýna rekstrarsamhæfi og felur ekki í sér: (i) tengsl Nuance við slík fyrirtæki eða (ii) stuðning Nuance eða viðurkenningu á slíkum fyrirtækjum og vörum þeirra eða þjónustu.
10. GILDANDI LÖG. Þessi samningur skal lúta lögum Samveldisins Massachusetts í Bandaríkjunum, án tillits til lagaskilareglna þess, og þú gengst hér með við því að alríkis- og ríkisdómstólar samveldisins fari einir með lögsögu í tengslum við öll deilumál sem upp koma vegna þessa samnings. Þessi samningur skal ekki falla undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja; er slík beiting hér með útilokuð.
11. SKILMÁLAR SEM GETA BREYST. Þú viðurkennir og samþykkir að Nuance getur af og til breytt skilmálum þessa samnings með tilhlýðilegum fyrirvara sem þér er tilkynntur með því að nota þær samskiptaupplýsingar sem þú gafst upp við skráningu, þ.m.t. netfangið þitt. Ef þú samþykkir ekki slíkar breytingar í samningnum er eina lausnin að þú hættir notkun á hugbúnaðinum og þjónustunni. Áframhaldandi notkun þín á nokkrum hluta hugbúnaðarins eða þjónustunnar eftir að Nuance hefur gefið þér tilhlýðilegan fyrirvara til að yfirfara slíkar breytingar jafngildir samþykki þínu á breytingunum.
12. ALMENNIR LAGALEGIR SKILMÁLAR. Óheimilt er að framselja eða flytja réttindi og skyldur, sem falla undir þennan samning, með öðrum hætti án þess að hafa fengið fyrirfram skriflegt samþykki frá Nuance. Þessi samningur er samningurinn í heild sinni milli Nuance og þín og kemur í stað allra annarra samskipta eða auglýsinga hvað varðar hugbúnaðinn. Dæmist eitthvert ákvæði þessa samnings ógilt eða óframkvæmanlegt skal endurskoða það að því marki sem nauðsyn krefur til að vinna bót þar á en önnur ákvæði samningsins viðhalda fullu gildi sínu. Misbrestir af hálfu Nuance við að nýta sér réttindi eða að framfylgja ákvæðum þessa samnings teljast ekki afsölun á slíkum rétti eða ráðstöfunum. Liðir 2, 3, 5, 6, 7, 9, 10 og 12 í þessum samningi skulu gilda áfram eftir að hann rennur út eða er sagt upp.